Hét þetta Bernskubrek á íslensku?
mánudagur, apríl 30, 2007
föstudagur, apríl 27, 2007
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Ég er að sitja yfir prófi.
Fátt finnst mér leiðinlegra.
Ég þori ekki alveg að sleppa augunum af krakkaskrímslunum en gvuð hvað ég nenni ekki að stara á þau.
Ég man frá menntaskólaárunum mínum að sumir (afslöppuðu) kennararnir mættu með dagblað og lásu í prófyfirsetu. Lenti síðan í því sama og reyndar mun ýktar í háskólanáminu í Barcelona. Það var ákveðið menningarsjokk. Nemendurnir að líta á glósurnar sínar, skiptandi á svindlmiðum, leyfandi hvorum öðrum að sjá svörin sín á meðan kennarinn las El País. Síðan máttu allir fara fram án eftirlits og þar voru til að mynda nemendur að reykja og spjalla saman um gang prófsins. Ég fór á klósettið og rakst síðan á kennarann fyrir framan kennslustofuna að fá sér smók. Hann spurði hvernig mér gengi og ég sagði eins og er að ég væri vanur annarskonar stemmningu á prófsstað. Ég fór inn í kennslustofuna en kennarinn hélt áfram að reykja. Nemendurnir voru að tapa sér svona eftirlitslausir í því sem ég var vanur að álíta svindl. Stelpa sem sat við hliðina á mér var að klára prófið sitt og bauð mér glósurnar sínar. Ég afþakkaði pennt.
Ég man hvað við Íslendingarnir vorum hneyksluð og viss um að allir sem hefðu einhverja gráðu á Spáni hefðu fengið hana út á svindl. Ó-uðum við tilhugsunina að þurfa einhverntíma að reiða okkur á sérfræðiþekkingu spænskra lækna. Sáum fyrir okkur skurðlækna með leiðbeiningar um aðgerðir skrifaðar á handarbakið.
Nú eru bara 5 nemendur eftir.
Ætla að líta á póstinn minn.
miðvikudagur, apríl 18, 2007
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Þetta skemmtilegt: http://www.feministing.com/
sunnudagur, apríl 15, 2007
föstudagur, apríl 13, 2007
mánudagur, apríl 09, 2007
Jæja, þá er komið svar við getrauninni minni. Þessi mæti einstaklingur gengur undir nafninu Raewyn Connell en hét eitt sinn Robert William Connell og var kallaður Bob af vinum og vandamönnum. Eftir hann liggja margar fínar bækur og flestir þeir sem lesa þetta blogg ættu að kannast við bókina Masculinities og hugtakið hegemonic masculinity. Ég get ekki anað en velt því fyrir mér hvort Bob hafi fengið nóg af karlmennsku eftir að hafa stúderað hana í öll þessi ár og ákveðið að segja skilið við sína ;)
Hér er heimasíðan hennar við Háskólann í Sidney
Og hér er aðeins eldri mynd af Connell
sunnudagur, apríl 08, 2007
Spennó spennó.
Þetta er ekki Butler.
Bragi svindlar með því að tékka frá hvaða urli ég fékk myndina en sér ekki nafnið, nénénénénéné. En, jú, hann hefur rétt fyrir sér, þessi manneskja kennir m.a. við Háskólann í Sidney. Næsta vísbending: Fyrra eiginnafnið byrjar á 'R'.
föstudagur, apríl 06, 2007
Takk fyrir kommentin Hugrún og Þóra.
Góð gisk en ekki rétt.
Hér er vísbending:
Allir sem hafa lært einhverja kynjafræði ættu að kannast við skrif þessarar manneskju.
Hver er þetta?