The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Ég er að sitja yfir prófi.
Fátt finnst mér leiðinlegra.
Ég þori ekki alveg að sleppa augunum af krakkaskrímslunum en gvuð hvað ég nenni ekki að stara á þau.
Ég man frá menntaskólaárunum mínum að sumir (afslöppuðu) kennararnir mættu með dagblað og lásu í prófyfirsetu. Lenti síðan í því sama og reyndar mun ýktar í háskólanáminu í Barcelona. Það var ákveðið menningarsjokk. Nemendurnir að líta á glósurnar sínar, skiptandi á svindlmiðum, leyfandi hvorum öðrum að sjá svörin sín á meðan kennarinn las El País. Síðan máttu allir fara fram án eftirlits og þar voru til að mynda nemendur að reykja og spjalla saman um gang prófsins. Ég fór á klósettið og rakst síðan á kennarann fyrir framan kennslustofuna að fá sér smók. Hann spurði hvernig mér gengi og ég sagði eins og er að ég væri vanur annarskonar stemmningu á prófsstað. Ég fór inn í kennslustofuna en kennarinn hélt áfram að reykja. Nemendurnir voru að tapa sér svona eftirlitslausir í því sem ég var vanur að álíta svindl. Stelpa sem sat við hliðina á mér var að klára prófið sitt og bauð mér glósurnar sínar. Ég afþakkaði pennt.

Ég man hvað við Íslendingarnir vorum hneyksluð og viss um að allir sem hefðu einhverja gráðu á Spáni hefðu fengið hana út á svindl. Ó-uðum við tilhugsunina að þurfa einhverntíma að reiða okkur á sérfræðiþekkingu spænskra lækna. Sáum fyrir okkur skurðlækna með leiðbeiningar um aðgerðir skrifaðar á handarbakið.

Nú eru bara 5 nemendur eftir.

Ætla að líta á póstinn minn.

6 Comments:

At þriðjudagur, 24 apríl, 2007, Blogger kaninka said...

hæ ég var að skoða tenglana þína og sá að þessi Berglind býr í íþöku, gamla heimabænum mínum. Mig vantar einmitt tengilið við einhverja íslendinga í íþöku til að nýta mér til íbúðaskipta þegar ég loksins dríf fjölskylduna þangað! Hún hlýtur að þekkja einvherja íslendinga sem vilja komast heim í sumarfrí!

 
At þriðjudagur, 24 apríl, 2007, Blogger Hugrún said...

ooo... próf... var búin að gleyma þeim... :)

 
At miðvikudagur, 25 apríl, 2007, Blogger Fríða Rós said...

Hvað er próf? Já er það þarna draslið sem ég kom út úr eins og einhver hafi keyrt á mig og ég hafi ráfað inn í skólabyggingu í losti?

Fríða

 
At fimmtudagur, 26 apríl, 2007, Blogger Fláráður said...

Þóra, þú verður þá að drífa þig. Berglind Rós er að fara að flytja til Englands í nýtt nám.

 
At föstudagur, 27 apríl, 2007, Blogger kaninka said...

æ ég nennei ekki út núna í sumar. En Hún mundi kannski vita um einvherja mailinglista eða íslendingafélög til að senda inn auglýsingu um íbúðaskipti.

 
At föstudagur, 27 júlí, 2018, Blogger te12 said...

qzz0727pandora jewelry
dsquared2
oakley sunglasses wholesale
red bottom
red bottom
adidas superstar
oakley sunglasses
kate spade outlet online
true religion outlet
tods outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home