Hah, ágætis pása búin í bili og ég kominn með bloggverkefni. Takk fyrir Maja! Reyni allavegana að byrja...
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Fara aftur til Ástralíu
2. Fá doktorspróf
3. Eyða pening
4. Læra nýtt tungumál, og nota það
5. Njóta ásta með konunni sem ég elska í döggvotu grasi í sólarupprásinni
6. Skrifa bók og gefa hana út
7. Læra að syngja
7 hlutir sem ég get:
1. Talað fyrir framan fólk án þess að fara hjá mér
2. Klappað með einni hendi
3. Svarað fáránlegum spurningum hvað varðar tónlist og kvikmyndir
4. Eldað góðan mat
5. Gleymt einföldustu hlutum
6. Hlegið að sjálfum mér
7. Séð inní sálina á fólki
7 hlutir sem ég get ekki:
1. Munað staðreyndir sem koma íþróttum við
2. Lifað án kaffis
3. Skammað eða rifist
4. Ýmislegt íþróttatengt
5. Látið vera að horfa á slæmt sjónvarpsefni
6. Sleppa því algjörlega að vera hégómafullur (og með því yfirborðskenndur)
7. Sagt nei (en ég er að skána)
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. Spékoppar
2. Bein í nefinu
3. Bros
4. Dökkt hár
5. Björt sál
6. Áhugi
7. Hlátur
7 frægar konur sem heilla mig (í engri sérstakri röð)
1. Julie Delpy (kemur sífellt á óvart)
2. Lasha (ótrúlega hæfileikarík kona)
3. Béatrice Dalle (enn með Betty Blue í huga)
4. Kim Deal (Rokk gyðja - en gæti verið mamma mín)
5. Kim Gordon (Rokk gyðja - en gæti verið amma mín)
6. Chan Marshall (Cat Power)
7. Rosi Braidotti (Ein sú al flottasta)
7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. Jæja, eigum við að byrja?
2. öööö - hvar var ég?
3. Nei, ekki gera þetta!
4. Oh, ég er svo bissí
5. dúddírúu
6. Hæ!
7. Hmmmmm...
7 manneskjur sem ég ætla að kitla
1. Hugrúnu Akureyring (sem ég ætla að leyfa að kitla Þóru)
2. Hjálmar
3. þórður
4. Tinnu dreka
5. Fríðu frökku (ef hún sér þetta á annað borð)
6. Ollu (sem mér sýnist vera að blogga)
7. Svertlu - svo hún geti fussað og sveiað og lýst frati í þetta
Ah-bú