The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Hah, ágætis pása búin í bili og ég kominn með bloggverkefni. Takk fyrir Maja! Reyni allavegana að byrja...

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Fara aftur til Ástralíu
2. Fá doktorspróf
3. Eyða pening
4. Læra nýtt tungumál, og nota það
5. Njóta ásta með konunni sem ég elska í döggvotu grasi í sólarupprásinni
6. Skrifa bók og gefa hana út
7. Læra að syngja

7 hlutir sem ég get:
1. Talað fyrir framan fólk án þess að fara hjá mér
2. Klappað með einni hendi
3. Svarað fáránlegum spurningum hvað varðar tónlist og kvikmyndir
4. Eldað góðan mat
5. Gleymt einföldustu hlutum
6. Hlegið að sjálfum mér
7. Séð inní sálina á fólki

7 hlutir sem ég get ekki:
1. Munað staðreyndir sem koma íþróttum við
2. Lifað án kaffis
3. Skammað eða rifist
4. Ýmislegt íþróttatengt
5. Látið vera að horfa á slæmt sjónvarpsefni
6. Sleppa því algjörlega að vera hégómafullur (og með því yfirborðskenndur)
7. Sagt nei (en ég er að skána)

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
1. Spékoppar
2. Bein í nefinu
3. Bros
4. Dökkt hár
5. Björt sál
6. Áhugi
7. Hlátur

7 frægar konur sem heilla mig (í engri sérstakri röð)
1. Julie Delpy (kemur sífellt á óvart)
2. Lasha (ótrúlega hæfileikarík kona)
3. Béatrice Dalle (enn með Betty Blue í huga)
4. Kim Deal (Rokk gyðja - en gæti verið mamma mín)
5. Kim Gordon (Rokk gyðja - en gæti verið amma mín)
6. Chan Marshall (Cat Power)
7. Rosi Braidotti (Ein sú al flottasta)

7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. Jæja, eigum við að byrja?
2. öööö - hvar var ég?
3. Nei, ekki gera þetta!
4. Oh, ég er svo bissí
5. dúddírúu
6. Hæ!
7. Hmmmmm...

7 manneskjur sem ég ætla að kitla
1. Hugrúnu Akureyring (sem ég ætla að leyfa að kitla Þóru)
2. Hjálmar
3. þórður
4. Tinnu dreka
5. Fríðu frökku (ef hún sér þetta á annað borð)
6. Ollu (sem mér sýnist vera að blogga)
7. Svertlu - svo hún geti fussað og sveiað og lýst frati í þetta

Ah-bú

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Hmmm... ég hef reynt að setja inn nokkra pósta á kommentakerfið hjá Maju til að óska enni til hamingju með ammælið í gær en ekkert gerist - jafnvel þó að það sé liðinn sólarhringur og allt. Ætli kommenta kerfið sé ekki bara allt í rúst og þessvegna hefur enginn kommentað hérna hjá mér? Yeeeees? Annars þá óska ég hér með Maju til hammingju í bloggheimum.


Ég held að ég hafi minnst á þessa stráka áður en ekki sett tengil inná síðunna þierra: Smellið á myndina og njótið...

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Komment frá hörðustu átt (Helgu sem er eldrei uppí Odda þegar ég er uppí Odda) hefur fengið mig til þess að endurmeta stöðu mína í bloggheimum. Hér mun vera skilaboðaskjóða.

Æ löv jú gæs.

ú fann smettið á mér hér - hvernjum er ekki sama um málstaðinn þegar feisið á mér er á netinu? Þýðir það ekki að ég sé næstum því frægur?

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Bjallan glymur en ég vil endilega benda á tvennt.

Ég er kominn vel yfir rokkdauðaaldurinn og þarf því líklega að sætta mig við að verða einhverntíma gamall sköllóttur kall. Húrra fyrir því!

Ég er að sjá eftir öllum þeim skiptum sem ég gerði eitthvað í fyrsta skipti en var of fullur til þess að virkilega njóta þess eða muna í raun eftir því. Þar eru t.a.m Beastie Boys tónleikarnir ofarlega á blaði. Man ekki skvatt en mér skylst á öðrum að ég hafi skemmt mér vel.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

og síðan, ha, og síðan, þú veist, ha... (yeah, but, but no yeah but then again she was a stupid cow whho thought I fancied Jared wich I don't because my sistersboyfriendsfriend told me that he's a poofter.)

Allt að gerast og enginn tími til að blogga. Tja, nema örfá orð núna.

Vill borgarstjóri. Hljómar ekki illa. Ég verð að játa að ég er enn í liði með Degi og leist barasta vel á þann gulldreng í borgarstólinn. Einhversstaðar sá ég einhverntíma mynd þar sem var útskýrt að hann hlyti að vera ólögmátt barn Sollu og Dabba. Dökkar krullurnar og sterkleg kjálkalínan voru alveg að selja mér þetta.

Aníhús.

Fór sem sérlegur femínanisti á samkomu þar sem mér fannst ég vera soldið mikið útá skjön við allt annað. Gaf hitt höfuð rit frjálshyggjuföðursins Mills. Vona að það verði til vakningar. Úrú á ammæli á morgunn og ég hoppaði yfir í stutta afmælisheimsókn í gær. Gvöð hvað stúlkan yngist barasta með árunum.

Vildi að ég hefði meiri tíma til að sinna öllum andskotanum.

Lifi byltingin!