The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

mánudagur, mars 22, 2004

Mánudagur og geeeeeeeðveikt veður. Var afskapleg duggulegur yfir helgina þar sem ég er kominn með sérlegan sjálfskipaðan skipuleggjanda sem heldur písknum á lofti þannig að ég geti nú tekið þátt í fæðingarferli og fyrstu dögum Bumbusar (tm) án þess að hafa hangandi yfir hausamótunum heilan helling af verkefnum.

Til þess að taka breik frá prófayfirferð ákváðum við og sérlegi sjálfskipaði skipuleggjandinn að skella okkur í Perluna. Þar væri hægt að fá sé ís og sól í gegnum rúðu. Ég hef greinilega ekki komið í Perluna í langan tíma því að þetta er orðið hvítruslakista helvítis. Allt er orðið selfservice en áfram á sama góða prísinum. Ég og sérlegi sjálfskipaði skipuleggjandinn létum glépast og keyptum okkur eitthvað annað en trausta ísinn sem við könnumst við að hafa spísað síðan Brynja X var ísdama þarna í denn. Ég sá nebblilega auglýst í lyftunni á leiðinni upp að hér væri kaffiveisla í boði. Mmmmm... ég er sökker fyrir kaffi þannig að ég ákvað að skella mér á einn rjúkandi bolla með það í huga að hér væri hægt að fá almennilega kaffiveislu. (Þetta var meira að segja illy auglýsing sem er svona snobbkaffikeðjumerki.) Þannig að ég keypti smá súkkúkkulaðimarsipanbollu og sérlegi sjálfskipaði skipuleggjandinn keypti sé daim/baileys tertu. Mmmmmm.... namminamm. Nema, þegar að kassanum var komið þá kom í ljós að kaffið var úr vél ekki ósvipaðri þeirri sem serverar í Odda. Bömmer eitt. Sami prís þarna og á Holltinu. Settumst niður og litum í kringum okkur. Þarna virðast hvítruslafólk Reykjavíkur flykkjast á sunnudögum til þess að taka þátt í samfélaginu. Smökkuðum á veigunum og fannst allt vont. Meira að segja Daim/Baileys tertan var ekki með Daim/Baileys bragði. Við fengum þá skemmtun af nálægum sessunautum. Kona næst okkur í reject krumpugalla frá 1986 sagði móður sinni frá því að hún hefði heyrt nýja júgróvísíón lagið hjá Gísla Marteini og lýsti því sem "ömurlegu". Til þess að ýtreka mál sitt endurtók hún þetta lýsingarorð 7 sinnum, hærra í hvert skipti. Mér datt í hug að samheitaorðabækur væru ákkúrat gerðar fyrir svona fólk. Þá fór síminn hennar að hringja á hæsta voljúmi blammerandi fimmtu sinfóníu Bjethófens á okkur. Hún leit á símann og sagði "Oh, þetta er X, ég nenni ekki að tala við hann!". Síðan leyfði hún okkur að hlusta á nokkrar mínútur af þeirri fimmtu. Okkur datt í hug að segja henni að við nenntum ekki að hlusta á símann. Hún gafst upp að lokum og svaraði. Þá tók við skemmtiatriði nr. 2. Á þarnæsta borði voru tveir herramenn sem voru að skemmta þeim þriðja sem reyndist vera Dani. Hvað er betri skemmtun fyrir úgglending en að koma í okkar undurfögru Perlu og njóta veiga og útsýnis? Jú, það er skemmtilegra að hlusta á vafalaust verstu dönsku sem ég hef heyrt. Ó hvað ég vildi að ég gæti sett samtalið hér upp en þetta var svona "jú hed tú bí ðere" stemning. Ég og sérlegi sjálfskipaði skipuleggjandinn skoðuðum síðan restina af fólkinu sem var að njóta aðstöðu Perlunar og áttum erfitt með að snobba ekki með yfirlætislegu brosi. Á leið út í bíl hlóum við síðan eins og vitleysingar enda misheppnaðasta bæjarferð síðan við fórum á Sommelier sælla minninga.

Sem betur fer reddaðist dagurinn þegar við sáum skilaboð um að okkur var boðið í kaffi og pönsur. Hefðum samt mátt sjá skilaboðin 20 mínútum fyrr.

Bæðevei, þá mæli ég með að fólk tékki á Gunna og kommenti í dagbókina hans. Hann er að taka þetta bloggdæmi með stæl, eins og allt annað.