Jæja, þetta var nú slöpp bloggvika hjá mér. Ég er nebblilega búinn að vera svo hrææææðilega bissí. Múmú er að reyna að klára sem mest áður en að bumbus lætur sjá sig. Bumbus er kominn yfir settan dag og það er orðin heilmikil eftirvænting hér á bæ.
Annar þurfti ég að halda uppá eitt stykki níu sem ég fékk fyrir eitt af þessum blessuðu hópverkefnum sem eru í kjennslurjettindanáminu. Það var ákveðið að gera eitthvað stórt og heilt kvld tekið í pásu. Við pöntuðum pízzu og ég rölti út á víddjeóleigu. Fann þar þriðju myndina í Spæ kids seríunni. Úúúú... mér fannst svo gaman að fyrstu og fannst nr tvö allt í læ þannig að ég tók upp hulstrið og skoðaði. Kemur í ljós að hún er líka í 3D á vídeóinu eins og hún var í bíjó. Spennó spennó. Hef ekki séð þrídíddarmynd síðan Nightmare on Elmstreet XIV í Laugarásbíó fyrir um 20 árum síðan. Man ákkúrat að hún var ekki í 3D þegar hún kom á víddjeó. Sú mynd var algjört krapp en þrívíddin bjargaði henni svona næstum því í bíóinu. Ég spenntur fyrri þrívíddinni þannig að Spæ kids 3 hljómaði bara eins og vænlegur kostur.
Myndin reyndist vera eitt alversta moð síðan Nightmare on Elmstreet XIV.
Hefði átt að fatta það þegar ég las aftan á að Slæ Stallone léki hlutverk í henni.
Ekki nóg með að myndin hafi verið svona arfa slæm þá er ég greinilega orðinn það gamall að litlu lúnu augun mín þoldu ekki þrívíddina. Ég sá hana aldrei almennilega heldur bara sem einhverja slæma blöndu af rauðu og bláu gummsi, eins og að ég væri að horfa á myndina í slæmum loftnetsskilyrðum. Eftir bíóið tók ég gleraugun niður og þegar ég lokaði hægra auganu sá ég allt með rauðri slikju og þegar ég lokaði vinstra auganu sá ég allt með blárri slikju.
Hefði kanski átt að geyma þessa eðal ræmu þar til ég hef afsökun til að horfa á slæmar barnamyndir með því að benda á krakkann og segja að ég verði nú að fylgja krílinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home