Jæja, fyrst allir á sparkó eru að setja saman topp fimm lista yfir uppáhalds tónleika sem þeir hafa farið á þá ætla ég að stela þeirri hugmynd og setja saman einhverskonar þannig lista. Skrýtið samt hvað múmú man eftir takmarkað mörgum tónleikum.
1. Air '98 - mikið afskaplega komu þeir á óvart. Þeir rokkuðu bara feitt, voru með show og grín og glens á sviðinu. Samt sona kósí og sæt stemmning.
2. P.J. Harvey '99 Ó mæ gawd hvað þetta var mikil snilld. Þessi litla kona með stóra gítarinn og rödd sem skók allan staðinn. Eins og grönn útgáfa af Kate Moss og meira svona goth heróín lúkk. Hún tók Man sized sem er uppáhalds uppáhalds P.J. Harvey lagið mitt.
3. Depeche Mode '98. Fannst'etta alltílæ hljómsveit fyrir þetta en varð aðdáandi eftir tónleikana. Fyrir utan helv... A Question of Lust og A Question of Time (sem eru tvö gubbuvæmnustulög í heimi) þá voru þetta pottþéttir tónleikar frá upphafi til enda. Gæsahúð og titiringur í hreðjum.
3,5. HAM í Norðurkjallara '94(?). Need I say more?
4. Slowblow og múm '01. Ég og Arnar soldið fullir á sveittum Gauknum. Á'etta á geisla þar sem má heyra vandræðalega sæt komment okkar Arnars á milli laga. Hef aldrei getað brosað svona vel og lengi yfir neinum tónleikum fyrr né síðar.
5. Sigurrós og Low saman í Háskólabíó. Reyndar hef ég séð þessar báðar hljómsveitir standa sig betur á öðrum stöðum en þarna voru þær saman. Can't beat that.
Mér dettur síðan í hug nokkrir tónleikar sem ættu ef til vill að vera á þessum lista. Til að myndavar Will Oldham á Gauknum soldið æðislegur, No Means No í Iðnskólanum, No Smoking Band í fjöri, Pearl Jam skemmtilegir, Rammstein sveittir og Hudson Wayne að gera góða kauntrí stemmningu. Þá verð ég einnig að minnast á eina skemmtilegustu tónleika sem ég hef farið á með hljómsveit hvers nafn ég veit ekki hvað er. Þetta var á litlum jazz klúbbi í Barca þar sem 7 saxafónleikarar og trommari rokkuðu skemmtilegasta sjói sem ég hef tekið þátt í. Allir sungu með og þeir tóku skemmtilegar útgáfur af Blame it on the Boogie og svona.
Síðan verð ég að minnast á að Beastie Boys '94 hefðu án efa lennt á listanum ef ég hefði ekki verið of drukkinn á tónleikunum. Verð að bíta í það súra að muna vel eftir Helmet (upphitunarbandinu) en ekki rassgat eftir BB. *snökt* Skilst samt af fólkinu sem var með mér að þetta hafi verið magnað.