The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

mánudagur, desember 15, 2003

Hei, ef einhver hefur verið að reyna að hringja í mig [sic] þá er alveg ástæða fyrir því að ég hef ekki svarað. Síminn minn fór í verkfall í síðustu viku og er í viðgerð. Eftir þessa uppreisn hjá símanum hefur hvert heimilistækið ákveðið að vera með attitjúd. Á laugardaginn ákvað til að mynda sturtan að gefa bara frá sér heitt vatn þannig að ég, sem var að nota hana þegar þessi ákvörðun var tekin hjá henni, þurfti að sleppa því að skola af mér sápuna. Síðan um kvöldið ákvað sjónvarpið að setja upp smá flugeldasýningu með tilheyrandi hvelli og reyk. Endirinn á popp-punkti er mér því ókunnur og sjónvarpið anaðhvort á leiðinni á haugana eða í viðgerð. Ég er búinn að lofa ísskápnum og eldavélinni öllu fögru ef þau bara sleppa því að fara sömu leið og síminn, sturtan og sjónarpið. Tel mig ekki þurfa að tala við bílinn og þvottavélina þar sem þau eru ný á heimilinu eftir að fyrirrennarar þeirra gáfust upp fyrir nokkrum mánuðum.

Þetta er samt allt í lagi, eru jólin ekki einmitt tíminn sem fólk á að eyða peningum? Hversvegna ekki að eyða í viðgerðir?