laugardagur, október 25, 2003
föstudagur, október 24, 2003
fimmtudagur, október 23, 2003
Jæja, þá er kominn tími til að horfast í augu við staðreyndirnar og játa fyrir sjálfum sér að það eru bara tveir einstaklingar sem skoða þetta blogg að staðaldri fyrir utan mig. Þannig að núna ætla ég bara að skrifa fyrir það fólk. Jæja Olla og Gutti, hvernig hafiði það? Ég allavegana hef það fínnt svona miðað við aldur og fyrri störf. Alltaf í boltanum og svona. Ég var ákkúrat að skoða aftur myndir frá Skandinavíuförinni núna í gærkvöld og bara svona meðan ég man - takk fyrir skemmtilegheitin og ljúflingsskapinn - Gutti, þú mátt bera sömu kveðju til Hugrúnar og Þóru svona fyrst þú ert þarna. Heyrðu Gutti, ég er, eins og þú ert búinn að taka eftir, ekki búinn að senda þér neitt í sambandi við verkefnið. Fékk nebblilega smá frest á það. Ég ætla samt að senda þér smá texta á morgunn þannig að þú hafir eitthvað að skoða svona yfir bjórnum, á klósettinu eða í flugvélinni heim.
Annars vil ég bara minna ykkur á að það er til fólk þarna úti sem draga andann bara til þess að skemmta okkur hinum.
Fór á Sebadoh í gær og fannst mikið til koma. Hef aldrei hlustað neitt sérlega mikið á bandið, verið meira sona Folk Implosion áhlustari. Barlow og Jay voru bara í fínum fíling, drullu kvefaðir og drukku viskí til að halda raddböndunum gangandi. Gerðu góðlátlegt grín að Íslandi og sjálfum sér. Tóku fínar berstrípaðar útgáfur af hinum og þessum lögum og þar á meðal nokkrum Folk Implosion slögurum. Jeiii.
Það var soldil bið eftir bandinu á sviðið þannig að bjórinn var teygaður og í dag er ég slappi kall. Var rokk kennarinn í dag. Illa sofinn, lyktaði af bjór og sígó og hálf heyrnalaus af því að ég stóð svo nálægt hátölurunum. Ef ég verð ekki "vinsælasti kennarinn" þá ætla ég allavegana að vera "rokk kennarinn".
fimmtudagur, október 16, 2003
Í dag er ég þreyttur. Samt ekki jafn þreyttur og í gær. Ég ætla að hressa mig við með skrilljón kaffibollum og hressandi göngutúr í kringum Odda. Hvenær ætlar háskólinn að bæta við koffíntöflum í þennan blessaða sjálfsala sem er kominn á fyrstu hæðina hérna?
Mæli með því að skoða þetta: http://yanntiersen.com/
sunnudagur, október 12, 2003
Búinn að vera húkt á tribba á netinu en samt ágætlega dugglegur að vinna. Keypti mér nýja B&S í gær til að halda mér við efnið. Segi að þetta sé besti diskurinn síðan Boy with the... Greinilega að borga sig að fá Tatu pródúsentinn með sér í lið.
föstudagur, október 10, 2003
Nú er ég orðinn einn og yfirgefin í kennslurjettindunum eftir að Karen ákvað að einbeita sér að "alvöru" lífi. Hún er búin að lofa að peppa mig upp oft á dag þannig að ég sé fram á að ég eigi eftir að verða jákvæðasti og upp-pempaðasti kennslurjettindastúdent í heimi.
"Verri bjór!" verður kynntur á eftir. Ástæðan fyrri því að Svíar felldu Evruna. Ég ætla líka að kynna það sem mér finnst að hefði getað virkað til þess að fá Svíana til að fagna Evrunni.
þriðjudagur, október 07, 2003
Únglíngar eru skerí fyrirbæri. Ég held barasta eftir upplevelsi dagsins í dag að ég vilji allsekki leggja kennslu fyrir mig. - Mér var reyndar tjáð að uppllevelsið í dag hafi verið undantekning. Við sjáum til með það.
mánudagur, október 06, 2003
Hmm... Er kominn með "Ég er furðuverk" á heilann. Þökk sé ammælisstrákunum á laugardaginn. Þetta var án efa eitt skemmtilegasta skemmtiatriði sem ég hef orðið vitni að í sona ammælisveislu. Gítarclanið stóð fyrir sínu og Hulli kom með þennan líka glæsilega, kaldhæðna og yndislega sjálfhverfa óð til allra á svæðinu.
Ég er furðuverk, algert furðuverk...