The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, október 23, 2003

Jæja, þá er kominn tími til að horfast í augu við staðreyndirnar og játa fyrir sjálfum sér að það eru bara tveir einstaklingar sem skoða þetta blogg að staðaldri fyrir utan mig. Þannig að núna ætla ég bara að skrifa fyrir það fólk. Jæja Olla og Gutti, hvernig hafiði það? Ég allavegana hef það fínnt svona miðað við aldur og fyrri störf. Alltaf í boltanum og svona. Ég var ákkúrat að skoða aftur myndir frá Skandinavíuförinni núna í gærkvöld og bara svona meðan ég man - takk fyrir skemmtilegheitin og ljúflingsskapinn - Gutti, þú mátt bera sömu kveðju til Hugrúnar og Þóru svona fyrst þú ert þarna. Heyrðu Gutti, ég er, eins og þú ert búinn að taka eftir, ekki búinn að senda þér neitt í sambandi við verkefnið. Fékk nebblilega smá frest á það. Ég ætla samt að senda þér smá texta á morgunn þannig að þú hafir eitthvað að skoða svona yfir bjórnum, á klósettinu eða í flugvélinni heim.

Annars vil ég bara minna ykkur á að það er til fólk þarna úti sem draga andann bara til þess að skemmta okkur hinum.