The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, október 23, 2003

Fór á Sebadoh í gær og fannst mikið til koma. Hef aldrei hlustað neitt sérlega mikið á bandið, verið meira sona Folk Implosion áhlustari. Barlow og Jay voru bara í fínum fíling, drullu kvefaðir og drukku viskí til að halda raddböndunum gangandi. Gerðu góðlátlegt grín að Íslandi og sjálfum sér. Tóku fínar berstrípaðar útgáfur af hinum og þessum lögum og þar á meðal nokkrum Folk Implosion slögurum. Jeiii.
Það var soldil bið eftir bandinu á sviðið þannig að bjórinn var teygaður og í dag er ég slappi kall. Var rokk kennarinn í dag. Illa sofinn, lyktaði af bjór og sígó og hálf heyrnalaus af því að ég stóð svo nálægt hátölurunum. Ef ég verð ekki "vinsælasti kennarinn" þá ætla ég allavegana að vera "rokk kennarinn".