Vá hvað ég hef haft mikið að segja undanfarið. Ég hef reyndar lýst því yfir áður að blogg sökkar en aldrei hef ég verið jafn sökkunarverður á blogginu. Seinustu tvær færslur eru samt bútar úr tveimur myndum sem ég algjörlega grenjaði af hlátri yfir þegar ég var yngri. Langar dáldið til að athuga hvort ég geti fundið þær einhversstaðar og glápt. Kanski eiga þær bara betur heima í minningunni. Svona eins og þegar ég sá Logans Run aftur. Þegar maður er 7 eða 8 þá er hún algjör snilld. Tuttugu árum síðar er hún ekki jafn mikil snilld. Gerðist reyndar svipað þegar ég fann gamlan Thundercats þátt á spólu hjá mér. Ó mæ gat hvernig gat maður sem krakki horft á þetta og ekki verið misboðið af ömurlegum plottunum og slæmu animation-inni. - Ég horfði samt á allan þáttinn og lá í nostalgíu slefi á sófanum með stjarft bros.
föstudagur, ágúst 29, 2003
miðvikudagur, ágúst 27, 2003
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
sunnudagur, ágúst 24, 2003
mánudagur, ágúst 18, 2003
Menningarnótt byrjar á hádegi og endar fyrir miðnætti. Undarleg nótt það.
Það er ekki langt síðan mér hryllti við tilhugsuninni um að hundar væru settir í aðgerð þar sem skorið er á raddböndin þeirra en eftir seinustu vikur með einn gelltandi í hverfinu í tíma og ótíma fer þess konar aðgerð að hljóma bara alltílæ.
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
Júbb, þetta hlaut að enda einhvertíman. Friðurinn er úti í Odda. Hér er orðið allt fullt af pakki og ég er byrjaður að nota eyrnatappa til að lifa daginn af.
mánudagur, ágúst 11, 2003
Þvílík gleði!! Kominn í partístuð og það er bara mánudagur. (Þýðir það að ég eigi við vandamál að stríða?) Ég las á Mogganum í morgunn um rannsókn sem ég á eftir að nota sem afsökun fyrir allri minni drykkju framvegis. Til þess að halda upp á það eyddi ég seinasta korterinu inn á þessari síðu þar sem er bjór hinna ýmsu landa er kynntur og lesendur geta gefið þeim dóm. Víking bjór er þar í öðru sæti þrátt fyrri að ég efist um að hann geti talist til betri bjóra Íslands, hvað þá heimsins. Það vita auðvitað allir, sem hafa orðið svo heppnir að smakka Victoria Bitter að þar fer besti bjór í heimi. Mmmm... Hvað ég gæfi ekki fyrir einn slíkan núna. Reyndar er ég hvað spenntastur fyrir að prófa finnska bjórinn Rock & Roll, þrátt fyrir slakt gengi í einkunnagjöfinni. Það er eitthvað við nafnið sem kemur manni í réttan gír.
föstudagur, ágúst 08, 2003
Ég hélt að það væri ekkert sem gæti komið mér verulega á óvart lengur í popptónlistargeiranum en eftir að hafa hlustað á the Shaggs er mér ljóst að svo er ekki. Ég hvet því alla sem vilja kynna sér eitthvað mjög einstakt í bandarískri popptónlistarsögu að fara hér og hlusta á lagið My Pal Foot Foot og renna síðan yfir textana sem fylgja af Philosophy Of The World. Það er líka hægt að heyra nokkur brot af lögum eftir þær hér. Þetta er æðislegt!
Það er enginn furða að Tom Cruise er löngu búinn að tryggja sér kvikmyndaréttinn að sögu þessarar hljómsveitar.