The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, ágúst 29, 2003

Vá hvað ég hef haft mikið að segja undanfarið. Ég hef reyndar lýst því yfir áður að blogg sökkar en aldrei hef ég verið jafn sökkunarverður á blogginu. Seinustu tvær færslur eru samt bútar úr tveimur myndum sem ég algjörlega grenjaði af hlátri yfir þegar ég var yngri. Langar dáldið til að athuga hvort ég geti fundið þær einhversstaðar og glápt. Kanski eiga þær bara betur heima í minningunni. Svona eins og þegar ég sá Logans Run aftur. Þegar maður er 7 eða 8 þá er hún algjör snilld. Tuttugu árum síðar er hún ekki jafn mikil snilld. Gerðist reyndar svipað þegar ég fann gamlan Thundercats þátt á spólu hjá mér. Ó mæ gat hvernig gat maður sem krakki horft á þetta og ekki verið misboðið af ömurlegum plottunum og slæmu animation-inni. - Ég horfði samt á allan þáttinn og lá í nostalgíu slefi á sófanum með stjarft bros.