The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

mánudagur, ágúst 11, 2003

Þvílík gleði!! Kominn í partístuð og það er bara mánudagur. (Þýðir það að ég eigi við vandamál að stríða?) Ég las á Mogganum í morgunn um rannsókn sem ég á eftir að nota sem afsökun fyrir allri minni drykkju framvegis. Til þess að halda upp á það eyddi ég seinasta korterinu inn á þessari síðu þar sem er bjór hinna ýmsu landa er kynntur og lesendur geta gefið þeim dóm. Víking bjór er þar í öðru sæti þrátt fyrri að ég efist um að hann geti talist til betri bjóra Íslands, hvað þá heimsins. Það vita auðvitað allir, sem hafa orðið svo heppnir að smakka Victoria Bitter að þar fer besti bjór í heimi. Mmmm... Hvað ég gæfi ekki fyrir einn slíkan núna. Reyndar er ég hvað spenntastur fyrir að prófa finnska bjórinn Rock & Roll, þrátt fyrir slakt gengi í einkunnagjöfinni. Það er eitthvað við nafnið sem kemur manni í réttan gír.