Skondið nokk þá var þreytan hjá mér í gær það mikil að ég var við það að æla.
Í dag þegar ég reyndi að lesa yfir færsluna sem ég skrifaði í gær þá skil ég hana ekki alveg. Hún virkar hálf samhengislaus eitthvað. Ég hef áhyggjur af því að kennslan hjá mér í gær hafi verið eitthvað hálf samhengislaus líka.
-------
Í dag er dagsformið aðeins betra. Ég náði loksins að læða inn í samræður að Björn Ingi væri tízkuslys. Ó hvað mér fannst/finnst ég vera sniðugur.