Í gærkvöld fórum við Bragi á Jens Lekman í glerskálanum sem spratt upp á mettíma við hlið Norræna hússins. Notó stemmning - sumir greinilega á leið á djammið. Ekki við enda þreyttir fjölskyldufeður sem þurfa hvíld eftir vinnuvikuna. það var gaman að dilla sér með Lekman og skemmtilegt að sjá bandið sem hann var með. Tvær sænskar stelpur sem spiluðu á trommur og bassa, 3 íslenskir strákar og ein stelpa á brassi, gamall píanókall frá Bretlandi og Benni Hemm Hemm á kassagítar.
Hann minnir mig alltaf svolítið á Jonathan Richman.