Svona ef einhver var að velta því fyrir sér þá er ástæðan fyrir bloggleysi heilsuleysi á bænum. Lítið sem múmú getur gert með einn eiturhressan sjúkling á bakinu og lítið sem múmú nennir að gera með hor og slen.
Mér finnst gaman að leiklistaræfingaþáttum svona eins og 'Whose line is it anyway?' Ætli það sé ekki nördaskapsleyfar frá því úr leiklistarnáminu í Ástralíu. Þá gerðum við einmitt allskyns spunaæfingar sem byggðust á álíka rugli. Ein þeirra var einmitt kölluð 'Thank God you're here' sem var þannig að einn nemandi var sendur úr kennslstofunni á meðan nokkrir nemendur fengu hlutverk og komu sér saman um hvaða aðstæður þeir væru að leika. Síðan var nemendanum sem hafði verið hennt út hleypt inn á ný og tekið á móti honum með setningunni 'thank god you're here' og síðan átti hann að bregðast við því sem aðrir léku. Stundum gat þetta verið mjög sniðugt. Ég tók eftir því um daginn að Ástralir hafa búið til skemmtiþátt sem gengur út á einmitt þetta og heitir 'Thank God you're here'. Í staðinn fyrir að sinna vinnunni af kappi 24/7 þa hef ég laumast til að skoða eitthvað af atriðum úr þættinum og hér er sú klippa sem mér finnst hvað fyndnust:
Ammælisbörn dagsins eru mörg - eitt af þeim merkliegru er Harry Belafonte sem á stórafmæli í dag. Sú lang merkilegasta í mínum bókum á líka stórafmæli.