The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, janúar 26, 2007

Amma á Hóli, sem hefði orðið hundrað ára á árinu, hefur verið að minna á sig í druamum hjá mér. - vaknaði í annað skipti á skömmum tíma með orðin 'draugar eru kallar með blýrassgat' hringlandi um í höfðinu. Hún var alveg sér á báti. Verður múmú ekki að gera eitthvað til að halda upp á ammælið hennar?

þriðjudagur, janúar 23, 2007

ah, fyrst Þóra og Þórana líta við og við hérna inn þá verð ég nú að halda smá dampi. Hér eru því nokkrar bestu plötur seinasta árs í engri sérstakri röð:

Tom Waits - Orphans ~ Þriggja diska orgía fyrir Waitsaðdáendur. Ef hann kemur ekki til landsins bráðum og heldur tónleika neyðist ég til að fá hann til að spila í afmælinu mínu.

Will Oldham - The Letting Go ~ Hann er svo fínn að hann er jafn góður og Ease Down the Road og Master and Everyone. Síðan er Eiríkur á trompeti sem gerir hann offisíallí að svalasta litla bróður vina minna.

Yo La Tengo - I am not afraid of you and I will beat your ass ~ Næstum jafn góður og I can hear the heart beating as one. Og þessi titill.

Joanna Newsom - Ys ~ Hún flutti þetta allt á tónleikunum í sumar og vá hvað þeir voru góðir. Veit ekki hvort ég fíla þetta tónleikanna vegna. Svakalega fer 1944 auglýsingin samt í taugarnar á mér. Hver gefur leyfir til að nota lagið hennar?

The Knife - Silent Shout ~ Solid Svía elektróník. Tilla og dilla. Langar geeeðveikt í svona karabíska stáltrommu.

El Perro del Mar - Look! It's El Perro Del Mar! ~ Góóóóó Svíþjóð. Svíi sem hefur áttað sig á að það er bara einn stafur sem skilur að sænsku og spænsku. Platan kom reyndar út 2005 en var endurútgefin án titils utan skandinavíu í fyrra. Ég fyllist trega og táplausu fjöri þegar ég set hana á fóninn.

Ali Farka Toure - Savane ~ kallinn dó í fyrra en skildi eftir sig þennan fína disk. Veit ekki hvort hlustendur þurfi að snobba fyrir plötum á erlensku til að geta fílað hann.

Belle and Sebastian - The Life Pursuit ~ náði aðeins að ofspila hann fyrir og eftir tónleikana en hann er aftur að komast í gagnið.

CSS - Cansei de ser sexy ~ Let's Make Love and Listen to Death From Above er lagið sem selur þetta band og hitt er fínnt. Brýtur líka dáldið upp listann.
__________________________________________________________________

Og íslenskt:

Skakkamanage - Lab of Love ~ krúttelíkrútt.

Hildur - Lost in Hildurness ~ skemmtilegar pælingar og svona. Svolítið einfaldur og fallegur.

Skúli - Sería - skemmtilegar pælingar og svona. Svolítið Blonde Redhead. Sumt fallegt.

Benni Hemm Hemm - Kajak ~ hei bíddu nú við. Þetta er allt fólk í sama vinahópnum! hver andskotinn, sýnist líka Eiki spila á þeim öllum. Þetta er eitthvað svindl.

Hætti þessu, þetta er bara farið út í eitthvað rugl.

föstudagur, janúar 05, 2007

Árið löngu byrjað. Kennslan byrjuð og ég ekki búin að fara yfir próf seinasta misseris. Djö...

Árið 2006 var fínnt. Béin stóðu ef til vill mest uppúr: Brullaup, bless Baldó, blessaður Bugðó, Barselóna, Búðir og BSvíþjóð.

ætti líklega að gera svona árslista yfir bestu og verstu bíóferðir, bækur og tónlist ársins. Get byrjað á bíóferðunum:

Besta bíómyndin sem ég fór á í bíó 2006: x-men III
Versta bíómyndin sem ég fór á í bíó 2006: x-men III

Niðurstaða: þarf að fara meira í bíó og velja betri myndir.

Næst: besta tónlist ársins!