The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Hver segir síðan að mannfræði sé ekki gagnlegt fag?

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Kallið mig Þorstein...

fimmtudagur, nóvember 23, 2006


Gefið módelinu að borða - bráðskemmtilegur leikur með boðskap

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Ég held að ég sé búinn að finna hina fullkomnu uppskrift að föstudagskvöldi: Byrja á að fara í Fríkirkjuna og hlusta á Sufjan Stevens kyrja (og fá gæsahúð og smá tár í augun af geðshræringu), bruna svo í Laugardalshöllina og fylgjast með Sykurmolunum halda endurkomutónleika (og hreyfa aðeins á sér rassgatið með taktinum og hlæja að Einari Erni).

Er ekki frá því að ég væri alveg til í að gera þetta á hverju föstudagskvöldi (ef það væri í boði og ég væri aðeins loðnari um lófana).

föstudagur, nóvember 17, 2006


Ég var spurður út í hvort ég styddi "þessa vitleysu". Ég hef tekið eftir því að mitt besta og stundum eina framtak í baráttunni fyrir jafnrétti er að vera á skjön við normið og skapa umræður. Þess vegna finnst mér þetta bráðsniðugt. "En hvað með að nota peningana í eitthvað gáfulegra?" - Hvað heldur fólk eiginlega að svona lagað kosti spyr ég á móti. Kúk og kanil - miklu minna en VR auglýsingarnar (sem mér finnst líka þarfar og góðar). "Hversvegna þá ekki fatlaða eða börn eða eitthvað annað?" Styð það líka heilshugar. Getum kannski byrjað á konunum þar sem þær eru rétt yfir helming þjóðarinnar.

Vona bara að myndirnar sem verða valdar vinni ekki gegn hugmyndinni með því að verða einhverskonar staðalmyndir sem hefta frekar en frelsa hugann.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006


La línea primitiva er fatahönnun byggð á fyrstu 1000 dögum lífs í móðurkviði. Mér finnst hún kanski fyrst og fremst flott hugmynd en inn á milli eru mjög flottar útfærslur. Ég myndi kanski ekki ganga í þessu dagsdaglega en kanski við hátíðleg tækifæri... ööö, eða ekki.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Getur ESB ekki bara sent þá aftur heim til sín?

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Sykkelekokle - bwahahaha