Ég var spurður út í hvort ég styddi "þessa vitleysu". Ég hef tekið eftir því að mitt besta og stundum eina framtak í baráttunni fyrir jafnrétti er að vera á skjön við normið og skapa umræður. Þess vegna finnst mér þetta bráðsniðugt. "En hvað með að nota peningana í eitthvað gáfulegra?" - Hvað heldur fólk eiginlega að svona lagað kosti spyr ég á móti. Kúk og kanil - miklu minna en VR auglýsingarnar (sem mér finnst líka þarfar og góðar). "Hversvegna þá ekki fatlaða eða börn eða eitthvað annað?" Styð það líka heilshugar. Getum kannski byrjað á konunum þar sem þær eru rétt yfir helming þjóðarinnar.
Vona bara að myndirnar sem verða valdar vinni ekki gegn hugmyndinni með því að verða einhverskonar staðalmyndir sem hefta frekar en frelsa hugann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home