The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, október 26, 2006



"Ég hef hér fyrir framan mig brtt. frá Kvennalistanum sem er gott dæmi bæði um þessi röngu vinnubrögð og svo alveg einstakt misrétti. Hér eru sex liðir sem allir kveða á um sérréttindi kvenna umfram karlmenn í þjóðfélaginu, alls upp á rúmar 400 millj. sýnist mér, og hvergi er getið um að það þurfi nokkra peninga til að mæta öllum þessum útgjöldum."

miðvikudagur, október 25, 2006





mánudagur, október 23, 2006



mánudagur, október 16, 2006

fimmtudagur, október 12, 2006

Ég man eftir ófáum stundum þar sem ég sat fyrir framan grammafóninn heima í stofu og hlustaði á plötur á gamla plötuspilaranum (ok, stundum var dansað/hoppað með). Ég man sterkast eftir Pétri og úlfinum í flutningi Bessa Bjarna og svo Róberti Bangsa. Skemmtilegust fannst mér þó Halli og Laddi í kringum jörðina á 45 snúningum. Eina erlenda platan sem ég átti var Mini pops, mögnuð coverlagahljómsveit með kreökkum sem voru litlu eldri en ég. Ég man kanski mest eftir plötuumslaginu með myndum af krökkunum sem sungu. Þarna voru einhverjir krakkar dressaðir upp sem Village People og aðrir sem Madness. Sætust fannst mér þó stelpan sem pósaði sem Dolly Parton (þótt ég hafi ekki vitað hver hún var at the time) enda fannst mér hún mjög lík stelpu sem var með mér í sex ára bekk og ég þótti frekar sæt. Eina lagið sem ég man eftir var Video killed the Radiostar. Er ekki frá því að þetta sé besta útgáfan sem ég hef nokkurtíma heyrt af því lagi ;)

Þrátt fyrir Mini-pops vil ég meina að tónlistarsmekkur minn hafi ekki hlotið mikinn skaða af svona uppá fullorðinsárin.

þriðjudagur, október 10, 2006


Neðst í gotneska hverfinu má finna litla búð með samansafni af allskyns skemmtilegu dóri en þó fyrst og fremst fötum. Þar eru málverk eftir tvær stelpur sem kalla sig p.nitas. Málverkin eru teiknimyndaleg og gefa svoldið gróteska en skemmtilega ferska mynd af konum og sambandi þeirra við æxlunarfæri sín. Var kominn nokkuð nálægt því að kaupa stórt málverk sem var með róterandi rauðum ljósum sem loguðu í augum kvennanna á myndinni (mjög flott) en ákvað síðan bara að kaupa póstkort með mynd af málverki af stelpu sem er á blæðingum en losar sig bara við rauð blóm.

mánudagur, október 09, 2006

Will Oldham - Seafarers Music
American Analog Set - Set free
Cat Power - Myra Lee
Smog - Burning kingdom
CocoRosie - La Maison de Mon Rêve

föstudagur, október 06, 2006


Fyrir þremur árum vissi ég ekki hver hann var. Nú fer ég til útlanda að fylgjast með honum spila.

þriðjudagur, október 03, 2006

Ég hef frá svo mörgu að segja... ætli það sé ekki best þá að þegja?

Allavegana þar til ég hef meiri tíma.