Ég man eftir ófáum stundum þar sem ég sat fyrir framan grammafóninn heima í stofu og hlustaði á plötur á gamla plötuspilaranum (ok, stundum var dansað/hoppað með). Ég man sterkast eftir Pétri og úlfinum í flutningi Bessa Bjarna og svo Róberti Bangsa. Skemmtilegust fannst mér þó Halli og Laddi í kringum jörðina á 45 snúningum. Eina erlenda platan sem ég átti var Mini pops, mögnuð coverlagahljómsveit með kreökkum sem voru litlu eldri en ég. Ég man kanski mest eftir plötuumslaginu með myndum af krökkunum sem sungu. Þarna voru einhverjir krakkar dressaðir upp sem Village People og aðrir sem Madness. Sætust fannst mér þó stelpan sem pósaði sem Dolly Parton (þótt ég hafi ekki vitað hver hún var at the time) enda fannst mér hún mjög lík stelpu sem var með mér í sex ára bekk og ég þótti frekar sæt. Eina lagið sem ég man eftir var Video killed the Radiostar. Er ekki frá því að þetta sé besta útgáfan sem ég hef nokkurtíma heyrt af því lagi ;)
Þrátt fyrir Mini-pops vil ég meina að tónlistarsmekkur minn hafi ekki hlotið mikinn skaða af svona uppá fullorðinsárin.