9bíó
Kinofíll heldur áfram og á þriðjudaginn sýnum við tvær gamanmyndir. Fyrri myndin verður The Discreet Charm of the Bourgeoisie (Frakkl./Ít./Spánn, 1972) eftir Luis Buñuel, fremsta súrrealista kvikmyndasögunnar. Seinni myndin verður svo Kind Hearts and Coronets (England, 1949) leikstýrð af Robert Hamer og með Alec (-Obi-wan-) Guinness í átta hlutverkum. Þetta er
ein af bestu gamanmyndunum frá Ealing (The Ladykillers, Whisky galore og Passport to Pimlico).
Allar nánari upplýsingar má finna á www.kinofill.blogspot.com
ps. aðgangur er ókeypis.