The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, september 29, 2005

Tölva á hvern krakka - ætli það sé til að panta vatn og mat á netinu?

Oftast skil ég ekki mannskeppnuna.

þriðjudagur, september 27, 2005

Gummi er orðinn pabbi!

Lítill strákur!

Boys'R'Us

föstudagur, september 23, 2005

Maja klukkaði mig - sem ég held að þýði að ég eigi að skrifa fimm atriði sem ég hef ekki sagt neinum frá um mig. Ég ætla nú ekki að gerast svo djarfur að segja frá einhverju subbulegu eða dónlegu og ég ætla svo sannarlega ekki að segja frá blautum draumum um Þorgerði Katrínu (sjá fáránlega skemmtilega færsly Tinnu). Hér kemur þá teprulegur listi um mig sem ég hef ekki sagt mörgum:

1. Ég er með Hobbitafætur og hobbitatær. Ég hef klippt á mér hárin á tánum og sviðið þau af með kveikjara. Ekki það að ég hafi búist við að það myndi hætta að vaxa en þetta er svona eins og þegar múmú fær hárvöxt í andlitið - múmú verður að próofa að safna smá hýjung og raka það á fáránlegan máta.

2. Ég syng upphátt með lögum í útvarpinu í bílnum og stundum tek ég eftir því að fólk tekur eftir því.

3. Ég hef íhugað hvort ég þurfi ekki bráðum að nota nefhárasnyrti en er búinn að ákveða með sjálfum mér að ég geri ekki svoleiðis fyrr en ég kemst á fertugsaldurinn - sem er á næsta ári. Nefhár finnst mér tengjast órjúfanlegum böndum við fertugsaldurinn og eyrnahár tengjast sextugsaldri.

4. Ég horfi á allskyns rusl í sjónvarpinu sem ég skammast mín fyrir að horfa á. Eitt slíkt er ANTM. Ég sakna Fjörs á fjölbraut.

5. Í beinu framhaldi af lélegum gæðum sjónvarpsefnis sem ég horfi á þá er ekki nóg að ég hafi horft á Leitina í gærkvöldi heldur þekki ég tvo af þeim strákum sem buðu sig fram í hlutverk piparsveinsins!!

Sko, sumt hef ég ekki sagt neinum áður nema spúsu.

Hugrún - Klukk!!

miðvikudagur, september 21, 2005

Svona getur maður haft skemmtilega rangt fyrir sér.

miðvikudagur, september 14, 2005

Ætli Kofi geti gert sömu kröfu til ríkisstjórnar Bush?

Séra O'Connor að gefa út nýja plötu - með raggí ívafi.
Hér er hægt að hlusta.

þriðjudagur, september 13, 2005

Afi þinn var rugludallur!

Þetta er búið að óma í hausnum á mér við og við síðan ég heyrði í gær að Bessi Bjarna er látinn. Skrítið hvað þetta hefur mikil áhrif á mig. Ætli það séu allar barnaplöturnar með honum sem voru til á æskuheimilinu?

Hann var náttúrulega svona afa-fígúra.

Síðan vil ég hvetja alla til að fara að vinna á leikskóla. Sérstaklega á Dvergasteini.

fimmtudagur, september 08, 2005

Í Seðlabankann?!? Ég sem var búinn að sjá fyrir mér Laugardagskvöld með Dabba, eða Á tali með Dabba, eða jafnvel eitthvað í sama stíl og Silvía Nótt og Íslensk kjötsúpa. Það hefði síðan eiginlega verið skemmtilegast að sjá hann ganga til liðs við Strákana.

miðvikudagur, september 07, 2005

Alveg síðan ég sá Johnny Poo hita upp fyrir Reprasensitive Man seinasta fimmtudag hef ég haft Hvar er Guðmundur? á heilanum. Ég býð ykkur upp á að smakka - það er mjög hressandi.

mánudagur, september 05, 2005

Ég er nokkuð viss um að krakkarnir sem ég er að kenna í menntó haldi að ég hati Hemma Gunn - vilji að allir karlar gefi brjóst - haldi að ísneysla leiði til nauðganna - telji að umfjöllun um sjálfsmorð sé hættuleg og finnist Hitler hafa verið misskilinn. Ég er samt hræddur um að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. Kanski þarf ég að tyggja þetta betur í nemendurna og passa kaldhæðnina.

fimmtudagur, september 01, 2005

Hmmm...
Gísli Marteinn væri örugglega fínn borgarstjóri ef það væri ekki fyrir þessa þrjá hluti sem mér líkar ekki við hann:

1) Það sem hann segir.
2) Það sem hann gerir.
3) Hvernig hann lítur út.

Annars er hann fínn barasta.