The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, september 23, 2005

Maja klukkaði mig - sem ég held að þýði að ég eigi að skrifa fimm atriði sem ég hef ekki sagt neinum frá um mig. Ég ætla nú ekki að gerast svo djarfur að segja frá einhverju subbulegu eða dónlegu og ég ætla svo sannarlega ekki að segja frá blautum draumum um Þorgerði Katrínu (sjá fáránlega skemmtilega færsly Tinnu). Hér kemur þá teprulegur listi um mig sem ég hef ekki sagt mörgum:

1. Ég er með Hobbitafætur og hobbitatær. Ég hef klippt á mér hárin á tánum og sviðið þau af með kveikjara. Ekki það að ég hafi búist við að það myndi hætta að vaxa en þetta er svona eins og þegar múmú fær hárvöxt í andlitið - múmú verður að próofa að safna smá hýjung og raka það á fáránlegan máta.

2. Ég syng upphátt með lögum í útvarpinu í bílnum og stundum tek ég eftir því að fólk tekur eftir því.

3. Ég hef íhugað hvort ég þurfi ekki bráðum að nota nefhárasnyrti en er búinn að ákveða með sjálfum mér að ég geri ekki svoleiðis fyrr en ég kemst á fertugsaldurinn - sem er á næsta ári. Nefhár finnst mér tengjast órjúfanlegum böndum við fertugsaldurinn og eyrnahár tengjast sextugsaldri.

4. Ég horfi á allskyns rusl í sjónvarpinu sem ég skammast mín fyrir að horfa á. Eitt slíkt er ANTM. Ég sakna Fjörs á fjölbraut.

5. Í beinu framhaldi af lélegum gæðum sjónvarpsefnis sem ég horfi á þá er ekki nóg að ég hafi horft á Leitina í gærkvöldi heldur þekki ég tvo af þeim strákum sem buðu sig fram í hlutverk piparsveinsins!!

Sko, sumt hef ég ekki sagt neinum áður nema spúsu.

Hugrún - Klukk!!