The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, nóvember 30, 2007

Eitt af því sem ég græði á því að umgangast unglinga daginn út og inn er að þau eru sífellt að sýna mér eitthvað skemmtilegt á jútjúb. Hér eru þrjú myndbönd sem fengu mig til að grenja:







Njótið vel.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Eins og góhóður kaffibolli og súkkulaði croissant -

nouvelle vague ....dance with me .... from bande a part

Add to My Profile | More Videos

Mig langar afskaplega í almennilegt kaffi og helst að drekka hann undir berum himni í suðrænni löndum.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Mikið gasalega er jákvætt að allir þessir kallar fái áhuga á rannsóknum tengdum jafnréttismálum nú þegar Jafnréttissjóður dælir monní í rannsóknum á sviðinu. Eftir því sem ég get best séð fá Indriði H Indriðason og Helgi Tómasson sinn hvorn styrkinn til að rannsaka hvað það er annað en kyn sem hefur áhrif á stöðu kvenna á launamarkaðinum í stjórnmálum. Það verður gott að geta vitnað í þá þegar einhver segir að það halli eitthvað á konur í þeim efnum.

Stefán Ólafsson fær síðan styrk til að meta heildarvinnuframlag foreldra, samanlagt á vinnumarkaði og við heimilisstörf og bera saman við erlendar rannsóknir. Vonandi les hann eldri rannsóknir Ingólfs V. Gíslasonar um sama efni.

Vífill Karlsson og Gylfi Magnússon ætla síðan að skoða íbúðarverð á mismunandi svæðum í gegnum kynjabreytuna. Þetta hlýtur að vera frábær rannsókn sem leikmaður eins og ég get ekki metið að réttum verðleikum.

Þá fá tvær 'tjellingar' styrk til að rannsaka jafnréttisumræðu á Íslandi og hvernig væri hægt að sætta þær mismunandi áherslur sem eru til staðar. Sýnist jafnvel að þessi rannsókn sé eigindleg(?!?). Líklegast ekki hægt að líta fram hjá umsókninni hjá Þorgerðunum vegna þess að a) þær hafa verið svo lengi í jafnréttisrannsóknum og eru virtar á því sviði eða/og b) það var ekki hægt að hafa bara kalla á Jafnréttissjóðsstyrk.

-

Í öðrum fréttum, ekki svo óskildum, þá hlakka ég mikið til að heyra hvað hinn frábæri Hannes Hólmsteinn ætlar að segja í erindi sínu 'Hallar á konur?' á kynjafræðiþinginu um helgina. Hver veit nema að þar eigi jafnréttisbaráttan óvæntan hauk í horni.

Frábært og æði.