The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Ég panikkaði um daginn

Ég var eitthvað að væflast fyrir viku síðan á veraldarvefnum, skoðaði umræðuna á bloggum anarra um klámráðstefnuna sem er búð að blása af. Mörg kommentin sem ég sá hjá fólkinu sem ég tel til skoðanasystkina minna voru svo andstyggileg og vitlaus að ég lagðist í hálfgert þunglyndi yfir þessu öllu.

Síðan sá ég tengil á þetta (mitt) blogg hjá einni af þeim manneskjum sem ég les oftast blogg hjá og er líklegast talin með mest lesnustu bloggum bloggheima (hvað eru mörg blogg í því). Ég panikkaði - íhugaði að loka bara blogginu, eyða því. Það er nebblilega fátt hér með viti. Þetta er meira svona "andleg ræpa" blogg og "hei þetta finnst mér sniðugt" blogg og yfirleitt lítil pæling að baki færslna eða vitræn ögn í þeim að nokkru leiti.

En ég er búinn að ná mér eftir klámþunglyndi og panik og get haldið áfram að setja inn ræpu, jei!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Tár bros og takkaskór

Ég kenni Höllu Gunnarsdóttur alfarið um nýfengna þekkingu mína á Geir, Jafet og KSÍ yfir höfuð. Þetta var allt sem þurfti til að fá mig til að sýna knattspyrnu örlítinn áhuga. Býst samt við að sá áhugi dvíni fljótlega. Gott djobb samt hjá Höllu.

mánudagur, febrúar 12, 2007

hin viðeigandi nefnda Amy Winehouse syngur sig inní hjartastað minn - hver kannast ekki við þetta umfjöllunarefni?

föstudagur, febrúar 09, 2007

Í dag er ég fugl

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Í kvöld ætla ég að snæða með nokkur hundruð menntskælingum.
Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara uppáklæddur í fínu pússi eða hvort ég eigi bara að raka mig og setja á mig deó.
Gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af alvarlegri hlutum á þessum síðustu og verstu.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Og svo ákvað ég bara að sleppa því að sofa og kem miklu meira í verk

mánudagur, febrúar 05, 2007

Hlaupabóla var um öll ból
hljóp á þessu bóli
bóla bölvað böl
bólibóli

Efnisorð: