Ég panikkaði um daginn
Ég var eitthvað að væflast fyrir viku síðan á veraldarvefnum, skoðaði umræðuna á bloggum anarra um klámráðstefnuna sem er búð að blása af. Mörg kommentin sem ég sá hjá fólkinu sem ég tel til skoðanasystkina minna voru svo andstyggileg og vitlaus að ég lagðist í hálfgert þunglyndi yfir þessu öllu.
Síðan sá ég tengil á þetta (mitt) blogg hjá einni af þeim manneskjum sem ég les oftast blogg hjá og er líklegast talin með mest lesnustu bloggum bloggheima (hvað eru mörg blogg í því). Ég panikkaði - íhugaði að loka bara blogginu, eyða því. Það er nebblilega fátt hér með viti. Þetta er meira svona "andleg ræpa" blogg og "hei þetta finnst mér sniðugt" blogg og yfirleitt lítil pæling að baki færslna eða vitræn ögn í þeim að nokkru leiti.
En ég er búinn að ná mér eftir klámþunglyndi og panik og get haldið áfram að setja inn ræpu, jei!