föstudagur, janúar 27, 2006
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Sit yfir í prófi
Veit að ein spurningini - sú seinasta er svínslega erfið.
Bíð eftir sprengingunni, þegar nemendurnir fara að svitna og roðna, setja hendi á loft og reyna að fiska eitthvað af svarinu eða segja með grátstafi í kverkunum að ég sé ekki sanngjarn. Ég veit ekki hvað varð um litla sadistann sem bjó í sálartetrinu hjá mér en mig hlakkar ekkert til að geta glott og sagt að þau hefðu átt að læra betur.
Langar til að sitja í sófanum heima með þetta ómandi í bakgrunninum, gott kaffi í kallaogdíönu bolla og skemmtilega bók.