Jæja, nettengingin farin til andskotans þannig að það verður eflaust lengra á milli uppfærslna hérna.
Aníhús þá hef ég verið að velta fyrir mér Smáfólkinu. Nei, ekki lágvöxnu fólki eða dvergum eða börnum heldur teiknimyndaseríunni sem er búin að ganga í sjöhundruð ár í mogganum. Allavegana þá eru þetta nokkuð sætar teiknimyndir um lúserinn Kalla Bjarna sem fær aldrei neitt til þess að ganga upp hjá sér. Ein af söguhetjunum er Lucy. Lucy hefur alla tíð verið að klekkja á Kalla Bjarna og öðrum karakterum í seríunni. Ég hafði aldrei skilið hversvegna hún var svona, tja, illgjörn og mikil ótemja, en ég hafði haft gaman að henni. Hún fékk mig til þess að hlæja að óförum annarra sem er alltaf gaman. Núna seinasta sunnudag var nýju ljósi varpað á þennan kvenskörung. Kalli Bjarna er að spila hafnarbolta (með liðinu sínu sem hefur aldrei unnið leik) þegar hann kallar til Lucy að boltinn stefni til hennar. Í næsta ramma lendir boltinn við hlið Lucyar án þess að hún lyfti litla fingri. Í seinasta rammanum kemur Kalli öskuillur og spyr Lucy hversvegna hún hagi sér svona. Lucy svarar um hæl "Ég er femínisti". Brandarinn búinn. Hvað þýðir þetta? Sá M. Schultz (höfundurinn) femínista fyrir sér sem örgustu skaðræðiskvendi.