Mia Doi Todd er í uppáhaldi hjá mér í dag. Ég yrði soldið sorgmæddur ef þetta endaði á Bylgjunni en hún hefur svosem alla burði til þess. Soldið sorglegt að eftir að Skonnrokkið hætti hef ég yfirleitt fundið tónlist sem ég get sönglað með í bílnum á Bylgjunni. Þýðir þetta að ég sé búinn að missa það og ætti bara að safna í bumbu og verða að miðaldra broskarli með slæman húmor?
Vil samt benda á að 102.2 er búinn að vera með standöp og Hitch Hikersguide to the Galaxies útvarpsleikritin á dagskrá seinustu vikuna. Einnig er BBC world service komið aftur í loftiðþ Þar af leiðandi er alveg hægt að finna eitthvað að hlusta á þegar hvorki Óli Palli eða Freyr eru á vaktinni eða Spegillinn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home