The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

mánudagur, mars 14, 2005

vúhú - rétt náði að vinna popppunkt svona í fyrsta "alvöru" leiknum sem ég tók þátt í. Nú á ég aldrei eftir að spila það aftur til að ég geti sagst hafa unnið seinasta leik. Annað væri náttúrulega sorglegt fyrir skífunördið.

Svo virðist vera sem að hárin á bringunni á mér séu að reyna að sameinast skeggvextinum. Þetta gerist víst með aldrinum. Kollvikin hækka og hárin fyrir ofan rassinn á bakinu fara að lengjast. Ég get hlakkað til þess að geta permað þau. Ég hef verið með nægilega loðna fótleggi og bífur til að geta leikið skógarpúka án mikillar fyrirhafnar. Mig vantar samt eiginlega hár á bakið til að geta tekið allan pakkann og leikið górillu án búnings.
Bara svona til að láta ykkur vita.
.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home