Ég fór á Sideways á mánudaginn og fannst það fínnt. Hún er svona update á Revenge of the Nerds. Sýnist hún vera stíluð á sama markhóp og fór á RotN á sínum tíma. Svipaðir nördakarakterar, bara 20 árum eldri, fara á roadtripp með tilheyrandi fylleríi og kvennafari þar sem þeir lenda í hinum ýmsu uppákomum. Inn á milli er tekið á alvarlegum krísum í lífi aðalkarakteranna. Ef meðal aldur leikaranna væri 20 árum yngri þá gæti plottið virkað fínnt í únglíngana.
Paul Giamatti er frábær í myndinni.
Ég sat við hliðiná tveimur strákum sem virðast hafa einmitt verið miklir RotN aðdáendur á sínum tíma. Þeir virtust ekki hafa skipt um fataskáp síðan seinasta RotN mynd var í bíó og miðað við lyktina þá gæti ég trúað að þeir hafi ekki heldur farið í sturtu síðan þá. Þar kom poppið sem ég keypti mér til góðra nota þar sem ég stakk sitthvoru korninu í nasirnar og gat vel við unað. Þeir færðu líka bíóferðinni skemmtilegan vinkil þar sem þeir voru mjög duglegir að kommenta á myndina og hvað þeir héldu að gerðist næst. Svo hlógu þeir manna hæst í salnum.
Þessi fyrsta bíóferð eftir fæðingu frumburðarins var því afskaplega spennandi og skemmtilega öðruvísi frá vídeóglápinu sem ég hef tileinkað mér síðastliðið ár.
Kristinn Ágúst, Til Hamingju með Ammælið!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home