Mér datt í hug að hægt væri að auka þátttöku íslenskra (jah, og líklega annarra landa) kjósenda með því að búa til svona raunveruleikaþætti í kringum þau.
Ég sé fyrir mér Survivor Alþingi! þar sem fólki er skipt í nokkra mismunandi flokka sem myndu fá framandi nöfn eins og Vanuatu og Mogobogo. Flokkarnir myndu síðan takast á mismunandi verkefnum í hverri viku eins og tildæmis að búa til lagafrumvörp, halda sannfærandi ræður og náttúrulega sleikja upp kjósendur. Í lok hverrar viku væri síðan símakosning og sá flokkur sem tapar þyrfti að senda einn flokksmeðlim heim. Síðan væri nýr meðlimur kosinn inn svona eins og í Paradise Hotel; tveir keppendur myndu reyna að heilla áhorfendur og annar þeirra yrði valinn inn.
Hin hugmyndin mín er að halda Idol Forseti! þar sem hópur af fólki héldu sannfærandi ræður um hversvegna það vill verða forseti í beinni útsendingu og þyrftu að svara til þriggja dómara sem myndu gagnrýna þá. Inn á milli yrðu sýnd atriði úr atburðum vikunnar þar sem keppendur læra að brosa framan í myndavélar hjá Völu Matt og bera sig vel hjá Jasmin Olsen. Símakosning eftir það og síðan yrði saxað á hópinn í hverri viku þar til forseti Íslands þetta árið stæði eftir.
1 Comments:
Vúhúuúúú, comment á síðuna mína. Ég sendi sérlega dramatískt bollívúdd knús til ykkar kiddy
Skrifa ummæli
<< Home