The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

laugardagur, janúar 31, 2004

Sko sko, fólk er farið að skrifa inn í gestabókina og ég get hætt að hafa áhyggjur af vinsældarleysi. Skylst að það sé jafnvel fatalína í deiglunni skírð í höfuðið á jors trúlí.
Einnig fékk ég svoddan gulllfallegt egó-búst frá Þóru að ég er búinn að vera með bleikan roða í kinnum alveg síðan ég sá færsluna frá henni.

Ég er byrjaður að sakna Gutta strax. Eins og að crúið hafi ekki verið nógu vel representað í Skandínavíunni án þess að hann hafi verið að fara líka? Síðan var Gunni að kveðja í gær. Náunginn búinn að sitja við hlið mér í Odda í þrjú ár, svitnað með mér og farið í sturtu með mér þrisvar í viku í þrjú ár. Sniff, síðan heldur þessi fólksflótti bara áfram. Bæði Guðrún og Karen eru búnar að skila inn sínum ritgerðum þannig að þær eru bara farnar að vina einhversstaðar út í bæ. Proppéinn farin til USA og Berglind komin með skrifstofu í Aðalbyggingunni. Allir eru að gera eitthvað svo mikið og merkilegt og allt er að breytast. Kanski ekki sýst hjá okkur á Baldó - það styttist óðum í Bumbus.

Annars var ég að skoða soldið skondna gagnrýni á nýja múm síngulinn þar sem ann fær ekkert of góða dóma. Ætli það séu fleiri sem eru kominr með leið á íslensku álfavælskrúttlegheitapælingunum?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home