Helvíti er þetta skrítið. Ég fór að sofa og stjórnin var fallin - tveir þingmenn sem vantaði uppá. Síðan þegar ég fór á fætur þá var hún ekki fallin. Svoldið eins og að vakna inní Twilight Zone þátt (þessa gömlu svart/hvítu). Ætli fólk passi ekki uppá forsíðurnar af fréttablaðinu með "Stjórnin er fallin!" forsíðunni?
Mér fannst ástandið betra þegar ég fór að sofa. Kanski verður aftur búið að fella hana þegar ég vakna á morgunn.
-----------------------------------------------------------------------
Feiti kallinn á myndinni fyrir neðan er einn mesti stuðningsmaður Bush á eftir Blair og hefur sent þónokkra landa sína í stríðsleik í Írak, nokkrir þeirra hafa snúið aftur í lokuðum kössum.
3 Comments:
ég sé eftir því að hafa farið að sofa... þetta gerðist líka þegar ég horfði á kosningasjónvarp þegar Bush van Goor... ætla aldrei aftur að hætta að horfa á kosningasjónvarp... betra að byrja bara ekki...
æ já þetta er skelfilegt¨!
Sammála þér Hugrún. Aldrei aftur að sofa. Gerðist núna hjá mér og líka í síðustu kosningum var Solla inni þegar ég fór að sofa en dottin út þegar ég vaknaði.
Næst hittumst við öll drekkum kaffi og jöplum á koffíntöflum fram til níu. Ímyndum okkur að við séum að klára verkefni fyrir skólann og bara MEGUM ekki sofna. Verkefni sem verður að klárast. Sem sagt vaka og þá kannski verðum kona forsætisráðlherra, kynjahlutfallið á þingi jafnt og fleiri konur í ríkisstjórn en karlar.
Prufum allavega...
Skrifa ummæli
<< Home