The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Bloggedíblogg.
Já, það er kanski málið að skella sér í kirkju um helgina. Hlustaði á Jón Gnarr í heimsókn hjá Zombie í morgunn þar sem var rætt um myndasýninguna hans í Fríkirkjunni. Þetta eru víst ljósmyndir af barbídúkkum sem Jón hefur notað í uppstillingu á sögum úr biblíunni. Hljómar interresant - ætli hann fái á sig kæru ens og Aqua og fleiri?
Eftir stutta leit á netinu hef ég fundið þónokkrar síður með svona list eins og hann Jón er að sýna. Held samt að maður verði að skella sér á sýninguna (á milli 16:00 og 19:00 um helgina) til þess að sjá hans útgáfu. Maðurinn hefur án efa ferska sýn á hlutina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home