The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, júlí 01, 2005

DuranDuran voru geeeeðveikir. Nota bene þá bjó ég ekki á þannig mennigarheimili að það væri til ein einasta Duran Duran plata, né Wham! plata ef því er að skipta. Á meðan vinir mínir spurðu óhikað með hvorri hljómsveitinni ég héldi með þá var fyrstu plöturnar sem ég fékk eftir Mini Pops (sælla minninga)Complete Madness með Madness og True Stories með Talking Heads. Allavegna þá skipti það engu máli í gær að ég væri ekki gamall fylgjandi drengjanna í Duran Duran af því að þeir hreinlega áttu pleisið (Bara þrjú lög þar sem Slaughterhouse stefið byrjaði að kræla á sér). Hver slagarinn á fætur öðrum hljómaði og allir tóku undir. Ég umlaði textabrotin sem útvarpshlustunin í denn höfðu skilað til mín og lærði viðlög við önnur lög sem ég hafði aldrei náð. Til dæmis þá veit ég núna ekki bara hvað Ríó heitir heldur veit ég líka að hún dansar í sandinum. Verð að segja að uppáhalds atriðið mitt var þegar Bon mætti í fatasetti nr. 2 og spilaði á tvöfalda panflautu í the Chauffeur. Úúúúú!

Aðkoman að Egilshöll var ömurleg. Það ætti kanski einhver borgarskipuleggjandinn að athuga hvort að ekki sé hægt að bæta aðgengið að pleisinu.

Ég sá varla kjaft sem ég þekkti. Miðað við það að það voru eitthvað um 11.000 áhorfendur þá hlýtur að hafa verið einhver þarna sem ég þekkti betur en draugarnir sem ég sá (nei ég sá ekki Hemma). Sá þarna eitthvað að krökkum sem voru með mér í gaggó og síðan eitthvað af andlitum sem maður tengir bara við níunda áratuginn. Eitthvað af hárgreiðslufólki og þáttastjórnendum sem og meðlimum í Rickshaw. Sá líka nokkra celebs eins og Andreu Róberts, Sigurð Kára, Jakob Frímann og Ómar í kvarasí. Sá fullt af fólki sem var hærra en ég og hefði verið til í að hafa skjái þar sem hægt væri að sjá klóöps af goðunum. Sá slatta af fullu fólki. Sá fólk í eighties múnderingum í góðu glensi. Sá marga sem voru varla fæddir þegar Grace Jones tuskaði Roger Moore aðeins til undir tónum A View to a Kill.

Er ekki frá því að tónleikarnir eigi stað einhversstaðar á topp tíu listanum yfir bestu tónleika sem ég hef farið á. Hananú!