The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ég er búinn að sjá ljósið. Ég ætla hér eftir bara að elska tvennt; mig og Minn Rass - aðrir geta étið það sem úti frýs. Síðan er ég búinn að ákveða að allir sem eru ósammála mér séu kommar og þar af leiðandi ekki dómbærir á nein mál. Þá er ég kominn á þá skoðun að leggja eigi niður ríkisvaldið og helst öll lög og reglur þannig að fólk sé ekki að skipta sér að því hvað ég sé að gera á meðan ég er að hugsa um Minn Rass. Til að mynda þá þoli ég ekki umferðarljós. Umferðarljós eru bara til trafala. Ég er svo oft á rauðu ljósi að stundum finnst mér ég vera meira stopp en á ferð þegar ég er í bílnum. Ef við slepptum þessum umferðarljósum þá gæti bara hver einstaklingur tekið þá áhættu sem hann er tilbúinn til að taka til að komast á leiðarenda. Ef fólk treystir sér síðan ekki til að keyra eins og ég og Minn Rass þá getur það bara hangið heima hjá sér.

Kanski ekki.

5 Comments:

At fimmtudagur, 16 júní, 2005, Blogger Hjálmar malar said...

kæri kæri,
takk fyrir þetta skæra innskot. nú skil ég loksins tilveruna ... loksins. hvar er bindið? og hvar er byssan?

 
At fimmtudagur, 16 júní, 2005, Blogger Fríða Rós said...

Kvót úr tíkargreinni:

"Frá sjónarmiði einstaklingsins getur afnám launaleyndar haft vinnuletjandi áhrif þar sem allir starfsmenn eru settir undir sama hatt."

HA? Er ekki hægt að hafa ekki launaleynd og gera grein fyrir því af hverju einstaklingi er umbunað? Er ekki alveg að skilja tenginguna hjá henni á milli launaleyndar og vinnuletjandi [kommúnista] áhrif.

Ef þið vantar byssu Hjálmar þá á ég nóg af þeim. Ég nota þær eingöngu til að skjóta óvinnufæra og aðra aumingja...

 
At fimmtudagur, 16 júní, 2005, Blogger Apastrákur said...

Þetta var nú alveg mergjuð grein. Vill svo til að Camilla er fyrrum bekkjarsystir mín, en það var nú reyndar bara í 7 ára bekk.

Fannst alveg æðislegt hvernig hún ver og beinlínis styður deila og drottna stefnuna.

Þegar hún talar um þessa "stuðningsmenn afnáms launaleyndar" (hvaða öfgahópar eru það nú...) þá segir í greininni "Að þeirra mati á launaleyndin að vera eitt öflugasta tækið í baráttunni fyrir launajafnrétti á Íslandi."
Þetta fannst arnari sniðugt, svona kemur stundum púkinn uppí manni þegar hægringjarnir mísstíga sig á ritvellinum.

Ciao ciao,

ARnar

 
At mánudagur, 20 júní, 2005, Blogger Fláráður said...

Þetta er massa skemmtileg heimasíða hjá tíkunum og vel þess virði að tékka á henni þegar múmú er í vondu skapi.

 
At mánudagur, 27 júní, 2005, Blogger kaninka said...

Ég er upprisin,
hvernig væri að afskrá mig af lista hina dauðu?

Ég er ekki að biðja um að komast strax í flokk hina sprelllifandi, allt að gerast klíkuna, en kannski ég gæti unnið mig upp smátt og smátt!
:)

 

Skrifa ummæli

<< Home