Úff, ég er búinn að eiga svooooo bágt undanfarið. Ég hef nebblilega eytt því litla féi og tíma sem ég hef á milli handanna í mjög svo dúbíust hluti. Til að mynda eyddi ég kvöldstund á hinni arfalélegu mynd the League of Extraordinary Gentlemen. Ég held barasta að ég hafi ekki skemmt mér svona illa í bíó síðan ég sá mistökin hans Tim Burtons um Apapláhnetuna (Vá hvað hún var slæm). Þessar myndir áttu það svosem sameiginlegt að hafa flott lúkk og fína leikara í mörgum hlutverkum en klikka all svakalega á því að hafa myndina áhorfanlega. Ég held að áhorfendur þurfi að vera tíu ára til að hafa gaman af þessu. Eftir myndina var ég að reyna að átta mig á hvað það var sem mér fannst svona slæmt við myndina en komst að því að það væri ekki eitthvað eitt heldur bara myndin sem heild. Ef ég ætti að benda á eitthvað eitt þá væri það Shane West sem leikur Stikkilsberja Finn í þessum ófögnuði. Shane West verður hér eftir samnefni yfir slæma unga leikara.
Annað sem ég hefði ekki átt að gera seinustu daga var að panta pizzu hjá Hróa hetti. Tók klukkutíma að fá hana, kalda og óggesslega og þegar ég kvartaði í síma var mér ekki boðnar neinar sárabætur. Ég hef svosem lennt áður í svona skítaþjónustu frá þeim en gleymi alltaf þess á milli og panta aftur frá þeim hálfu ári síðar.
Eníhús, þá ætla ég að reyna að vinna eitthvað af þessari blessaðri vinnu minni hérna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home