The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

mánudagur, ágúst 01, 2005

Jæja hananúnú!

Mánudagur verlunarmannahelgar og enginn þunur á heimilinu. Áður mér öðruvísi brá (eða eitthvað svoleiðis). Ég er búinn að vera upptekin býfluga seinustu daga. Fyrst var það þetta með að redda fólki í rýnihóp sem vildi síðen ekkert vera í rýnihóp - allavegana ekki svona rétt á undan þessari helgi og á meðan veðrið var svona magnað. Skil það ósköp vel og skil ekki alveg hvað ég var að pæla í þessari dagsetningu. Næsta tilraun verður vonandi betri -7, 9, 13.

Hvatti karla til að segja nei! alla daga og fékk fyrir vikið fullt af jákvæðum kommentum um meinta góðmennsku mína. Soldið skrítið að múmú sé sjálfkrafa álitinn góður fyrir nokk svona og að fólk álíti að múmú þurfi að vera góður til að standa í svona áróðri. Allt í allt fínasta skemmtun og allt virtist vera á leiðinni í massa uppskeru-partí á 22 á föstudeginum þegar ég ákvað að skella mér heim með smá stoppi í einu minnsta verlsunarmannahelgarpartíi sem ég hef farið í. Fékk þar að smakka eðal Ché Guevara kaffi og fékk fullt af bókum lánuðum. Er rétt búinn að líta á þær og vildi að ég gæti sett tímann á smá pásu til að geta legið yfir þessu öllu.

Fór á Innipúkann með Þurulíusi og við nældum okkur í þetta fína borð vinstra megin við sviðið. (Við vitum hvar hjartað slær.) Sáum Ampop gera sína hluti og hristuðum síðan höfuðið með Dr.Gunna sem tók Bless-lög og S/H draums lög í bland við nýtt. Hann tók ekkert af Abbabbabb þrátt fyrir allaegana einn lítinn strák í fremstu röð áhorfenda. RASS var berstrípaðasta pönk sem hefur rekið á strendur Íslands síðan Rokk í Reykjavík var filmuð og jafnvel meira pönk en öll böndin þar samanlagt. Æðislega berstrípuð lög með beinskeyttum boðskap, slæmu rími og vondri ensku inn á milli. Bravó! Skylst að það sé ef til vill hægt að dobla þá til að spila í brullaupsvveislum. Úlpa fönkaði upp geimið eins og Santana á djammi með Mars Volta en samt ekki. Allt að gerast hjá strákunum þar. Loxins loxins kom síðan að CP sem ég var eiginlega barasta mættur til að sjá. Missti af fyrstu nótunum af því að ég var að hengja upp plaköt á karlaklósettinu (Með Arnari sem sat á borðinu hjá okkur og Súsí). Ég hef aldrei verið jafn meðvirkur á tónleikum áður. Sussaði á fólk og vonaði að Chan myndi ekki brotna niður. Mér fannst hún eitthvað svo brothætt og síðan að bera hana fram fyrir þessa fylleríssamkomu. Perlur fyrir svín eða krækiber í helvíti komu í hugann. Skammaðist mín fyrir að vera svona nervös fyrir hennar hönd og gerði mitt besta til a njóta. Hún tók frábært Wite Stripes Cover og síðan blandaði hún saman Blue Moon, Dream dream dream og einhverju 3. lagi. Var æðisleg þegar ég hætti að hafa áhyggjur. Reykjavík! heillaði alla sem ekki létu sig hverfa eftir CP. Er soldið skotinn í þeim ennþá. Þórir átti ekki góðan dag. Ég varð aftur meðvirkur og klappaði extra mikið til að reyna að bæta upp það að enginn virtist vera að hlusta á grey manninn. Jonathan Richmond var skondinn og náði upp stemmara þrátt fyrir allt. Hann fékk prik í kladann. Mugison mætti með frúna og var í aðeins of miklu þjóðhátíðarskapi. Byrjaði á Fjöllin hafa vakað í 1000 ár og reif upp fyllerísstemninguna sem var í gangi. Var síðan finn en datt í smá tölvuvesen sem ég held að hafi verið aðallega vegna hans eigin ölvunar. Síðan tók hann langt og frekar leiðinlegt egó trip og tapaði mér. Hann náði síðan að vinna sér inn prik aftur með fínum enda. Þá tók hann árna fingralanga á þetta í lokin og fékk alla til að syngja ef ég væri orðin lítil fluga. sætt. Apparat byrjaði og ég nennti þessu ekki lengur. Rölti áleiðis heim og rakst á fulla kunningja sem höfðu séð smettið á mér mæla með Nei! fyrir helgina og hlustaði á smá röfl frá þeim. Heyrði þá í Gutta sem var hjá Önnu og Freysa. Fór þangað til að heilsa uppá líðinn. Nokkur kunnugleg andlit og nær allir í geeeeðveiku stuði. Tók þátt í smá rökræðum um nature vs nurture sem ég reyni að forðast öllu jafnan. Reyndi að vera ekki laminn af manninum sem vildi lemja Gutta. Röflaði aðeins um gildi fjölgreindar (Ólöf, þetta er ekki aumingjagreindir!) og kystti Freysa og Önnu áður en ég tölti heim með grönnunum. Veit ekki hvort þau hafi farið á Hlölla en kvaddi á meðan Gutti reyndi að plata Úrú þangað.

Í gær var keyrt úr bænum að Minna Hofi. Dúi fílaði sveitina í tætlur og hljóp út um allt. Fórum í smá auka bíltúr til bróður Þuru og fjölskyldu. Borðuðum grillmat á Minna Hofi og ákváðum að á næst ári myndum við gista. Keyrðum í bæinn og ég var of þreyttur til að fara á seinna kvöld Innipúkans. Var hvort eð er búinn að sjá CP. Horfðum í staðin á p.s. - Alltílæ - allsekkislæm en allsekkibrilliant.

Gaman að sjá systurnar farnar að blogga aftur og að Valdi og Kiddí eru komin úr fríi. Vá þetta er alltof löng færsla - ég nenni aldrei að lesa svona langar færslur. Sérstaklega ekki þegar þær snúast um svona dagbókar möndein dót eins og þessi.

Það er þreyta í loftinu í dag. Ísland er með þynnku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home