The Sounds of the Sounds of Science

Crazy like a fox - Hungry like a wolf

föstudagur, júní 27, 2003

Blogg er leiðinlegt.

Ég er búinn að sjá það að þessi aumkunarverða tilraun mín til bloggs er alveg að klúðrast. Kanski hef ég ekkert merkilegt að segja og þess vegna er ég svona slappur bloggari. Ég líka einhvernveginn bjóst eki við að neinn myndi sjá bloggið mitt. Hélt að ég þyrfti að segja fólki frá því. En það er víst ekki svo. Ég þekki víst fólk sem hefur ekkert betra að gera en að sörfa netið og skoða hverjir séu að blogga.

Ég hef verið að skoða blogg hjá öðrum og séð að þau geta verið æði misjöfn. Skil ekki alveg þörf fólks til þess að skrifa blogg um hvað Það horfði á í sjónvarpinu, að það hafi hitt Kalla og Kötu niðrí bæ eða að veðrið sé slæmt. Hvað þá þegar einhver setur blaðsíðulanga lýsingu á veiðiferð. Kanski er bloggið allt í lagi þótt það sé bara svona röfl. Commune fatigue er heitið sem Baldvin gaf þessu hérna í gamla daga í manfræðinni. Það er þegar fólk segir bara eitthvað til þess eins að fylla upp í þagnir. Samskipti án inntaks.

Sumir sem eru þarna að blogga eru að gera það til þess að skemmta sér og öðrum. Það virðist vera mjög gefandi að vera í svona vina-bloggi. Nokkur saman að blogga og koma með skemmtileg komment á hvort annað. Líflegt spjall eins og hjá sparkling motion genginu. Aðrir ná alveg að vera sniðugir og fyndnir einir og sér. Til dæmis Binna og Hjörtur eiga það oft til að vera sniðug. Þau eru líka að gera svo spennandi hluti, að mér finnst. Mér finnst ég sjálfur ekki alveg vera að gera nógu spennandi hluti til þess að geta haldið bloggi úti um líf mitt. Ég sem hélt ákkúrat að ég væri svo sjálfhverfur (tékkið hvað ég skrifa oft ég og mig og mér hérna í textanum).

Ég hef líka verið að vellta fyrir mér hvort að maður ætti kanski að fara útí að vera með fræðilegar pælingar, setja inn ritgerðir og greinar. Það gæti orðið alveg helvíti þurrt og leiðinlegt. Síðan er ég með dálitla hræðslu við það að setja texta frá mér á netið þar sem allir geta gagnrýnt mína misgóðu texta og stolið þeim eftir henntisemi.

Kanski er málið að fara bara út í að reyna að gera heiminn að betri stað. Setja inn pælingar sem fær fólk vonandi til þess að hugsa um hlutina á nýja vegu. Siggi Pönk hefur til að mynda verið duglegur að setja áhugaverðar pælingar inn á bloggið sitt.

Kanski ég haldi þessu bara áfram eins og hingað til. Set inn smá komment um eiginlega ekki neitt og set inn myndir með nokkurra vikna millibili.
Mér finnst gaman að setja inn myndir.